Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. september 2022 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Valur tók ÍBV í kennslustund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV 0 - 3 Valur
0-1 Elín Metta Jensen ('31)
0-2 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('42)
0-3 Mist Edvardsdóttir ('56)
0-3 Júlíana Sveinsdóttir ('59, misnotað víti)


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  3 Valur

ÍBV tók á móti Val í eina leik dagsins í Bestu deild kvenna. Það eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildartímabilinu og er Valur komið með aðra hönd á Íslandsmeistaratitilinn eftir sigurinn.

Leikurinn fór fjörlega af stað þar sem Eyjakonur mættu grimmar til leiks en þeim tókst ekki að skora þrátt fyrir hættulega sókn. Valur tók völdin á vellinum eftir fyrsta stundarfjórðunginn og skoraði Elín Metta Jensen opnunarmarkið eftir 31 mínútu.

Valur jók yfirburðina og tvöfaldaði Þórdís Elva Ágústsdóttir forystuna skömmu fyrir leikhlé. Mist Edvardsdóttir setti svo þriðja markið snemma í síðari hálfleik og skömmu síðar brenndi Júlíana Sveinsdóttir af vítaspyrnu fyrir heimakonur. Júlíana spyrnti í slána og fékk boltann til sín aftur en klúðraði frákastinu herfilega með skoti framhjá markinu.

Lokatölur 0-3 og er Valur með níu stiga forystu á Breiðablik sem á leik til góða. ÍBV siglir lygnan sjó um miðja deild.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner