Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 17. september 2022 18:31
Sverrir Örn Einarsson
Ingvar Jóns: Þeim langaði þetta meira sem er óskiljanlegt
Ingvar Jónsson
Ingvar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki alveg dagurinn okkar, við vorum hálf máttlausir fannst mér. Við vorum ekki á okkar tempói og náum ekki inn þessu þriðja marki sem þeir ná inn eftir lélega dekkningu hjá okkur sem gefur þeim blóð á tennurnar. Við föllum aftur sem er ólíkt okkur og bjóðum hættunni heim í stað þess að fylgja okkar leikplani og ná þessu þriðja marki inn.“
Sagði auðsjáanlega svekktur markvörður Víkinga Ingvar Jónsson eftir 2-2 jafntefli Víkinga gegn KR í dag sem gerir Víkingum ansi illmögulegt að verja Íslandsmeistaratitil sinn en liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Víkingar voru ekki að eiga neinn stjörnuleik framan af í dag en komu sér þó í góða stöðu snemma í síðari hálfleik er Erlingur Agnarsson kom liðinu í 2-0 forystu. Við það breyttist þó eitthvað í leik Víkinga sem féllu aftar á völlinn og sóttu lítið sem ekkert að marki KR.

„Ég veit ekki alveg hvað gerðist, við verðum bara að greina það og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Þetta var mjög ólíkt okkur. Mér fannst bara KRingar grimmari en við og þeim langaði þetta meira sem er bara óskiljanlegt.“

Víkingar eru eins og áður sagði að öllum líkindum að horfa á eftir Íslandsmeistaratitlinum í fang Breiðabliks sem nú hefur 8 stiga forskot á toppnum fyrir 5 leikja úrslitakeppni. Er einhver huggun fólgin i því að vita að næsti leikur Víkinga eru bikarúrslit gegn FH?

„Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt þetta forskot hefur verið að myndast frá því í byrjun móts. Blikarnir hafa verið að spila frábærlega en það hefur alltaf verið von. Við höfum svo sem ekki verið að tapa leikjum síðan við töpuðum fyrir þeim í maí en höfum verið að gera alltof mikið af jafnteflum. Við getum svekkt okkur í kvöld en farið svo að einbeita okkur að bikarúrslitum, það er einn stærsti leikur ársins og okkur hlakkar gríðarlega til að taka annan málm.“

Sagði Ingvar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner