Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 17. september 2022 18:31
Sverrir Örn Einarsson
Ingvar Jóns: Þeim langaði þetta meira sem er óskiljanlegt
Ingvar Jónsson
Ingvar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki alveg dagurinn okkar, við vorum hálf máttlausir fannst mér. Við vorum ekki á okkar tempói og náum ekki inn þessu þriðja marki sem þeir ná inn eftir lélega dekkningu hjá okkur sem gefur þeim blóð á tennurnar. Við föllum aftur sem er ólíkt okkur og bjóðum hættunni heim í stað þess að fylgja okkar leikplani og ná þessu þriðja marki inn.“
Sagði auðsjáanlega svekktur markvörður Víkinga Ingvar Jónsson eftir 2-2 jafntefli Víkinga gegn KR í dag sem gerir Víkingum ansi illmögulegt að verja Íslandsmeistaratitil sinn en liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Víkingar voru ekki að eiga neinn stjörnuleik framan af í dag en komu sér þó í góða stöðu snemma í síðari hálfleik er Erlingur Agnarsson kom liðinu í 2-0 forystu. Við það breyttist þó eitthvað í leik Víkinga sem féllu aftar á völlinn og sóttu lítið sem ekkert að marki KR.

„Ég veit ekki alveg hvað gerðist, við verðum bara að greina það og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Þetta var mjög ólíkt okkur. Mér fannst bara KRingar grimmari en við og þeim langaði þetta meira sem er bara óskiljanlegt.“

Víkingar eru eins og áður sagði að öllum líkindum að horfa á eftir Íslandsmeistaratitlinum í fang Breiðabliks sem nú hefur 8 stiga forskot á toppnum fyrir 5 leikja úrslitakeppni. Er einhver huggun fólgin i því að vita að næsti leikur Víkinga eru bikarúrslit gegn FH?

„Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt þetta forskot hefur verið að myndast frá því í byrjun móts. Blikarnir hafa verið að spila frábærlega en það hefur alltaf verið von. Við höfum svo sem ekki verið að tapa leikjum síðan við töpuðum fyrir þeim í maí en höfum verið að gera alltof mikið af jafnteflum. Við getum svekkt okkur í kvöld en farið svo að einbeita okkur að bikarúrslitum, það er einn stærsti leikur ársins og okkur hlakkar gríðarlega til að taka annan málm.“

Sagði Ingvar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner