Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 17. september 2022 18:31
Sverrir Örn Einarsson
Ingvar Jóns: Þeim langaði þetta meira sem er óskiljanlegt
Ingvar Jónsson
Ingvar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki alveg dagurinn okkar, við vorum hálf máttlausir fannst mér. Við vorum ekki á okkar tempói og náum ekki inn þessu þriðja marki sem þeir ná inn eftir lélega dekkningu hjá okkur sem gefur þeim blóð á tennurnar. Við föllum aftur sem er ólíkt okkur og bjóðum hættunni heim í stað þess að fylgja okkar leikplani og ná þessu þriðja marki inn.“
Sagði auðsjáanlega svekktur markvörður Víkinga Ingvar Jónsson eftir 2-2 jafntefli Víkinga gegn KR í dag sem gerir Víkingum ansi illmögulegt að verja Íslandsmeistaratitil sinn en liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Víkingar voru ekki að eiga neinn stjörnuleik framan af í dag en komu sér þó í góða stöðu snemma í síðari hálfleik er Erlingur Agnarsson kom liðinu í 2-0 forystu. Við það breyttist þó eitthvað í leik Víkinga sem féllu aftar á völlinn og sóttu lítið sem ekkert að marki KR.

„Ég veit ekki alveg hvað gerðist, við verðum bara að greina það og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Þetta var mjög ólíkt okkur. Mér fannst bara KRingar grimmari en við og þeim langaði þetta meira sem er bara óskiljanlegt.“

Víkingar eru eins og áður sagði að öllum líkindum að horfa á eftir Íslandsmeistaratitlinum í fang Breiðabliks sem nú hefur 8 stiga forskot á toppnum fyrir 5 leikja úrslitakeppni. Er einhver huggun fólgin i því að vita að næsti leikur Víkinga eru bikarúrslit gegn FH?

„Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt þetta forskot hefur verið að myndast frá því í byrjun móts. Blikarnir hafa verið að spila frábærlega en það hefur alltaf verið von. Við höfum svo sem ekki verið að tapa leikjum síðan við töpuðum fyrir þeim í maí en höfum verið að gera alltof mikið af jafnteflum. Við getum svekkt okkur í kvöld en farið svo að einbeita okkur að bikarúrslitum, það er einn stærsti leikur ársins og okkur hlakkar gríðarlega til að taka annan málm.“

Sagði Ingvar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir