Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
banner
   lau 17. september 2022 18:31
Sverrir Örn Einarsson
Ingvar Jóns: Þeim langaði þetta meira sem er óskiljanlegt
Ingvar Jónsson
Ingvar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki alveg dagurinn okkar, við vorum hálf máttlausir fannst mér. Við vorum ekki á okkar tempói og náum ekki inn þessu þriðja marki sem þeir ná inn eftir lélega dekkningu hjá okkur sem gefur þeim blóð á tennurnar. Við föllum aftur sem er ólíkt okkur og bjóðum hættunni heim í stað þess að fylgja okkar leikplani og ná þessu þriðja marki inn.“
Sagði auðsjáanlega svekktur markvörður Víkinga Ingvar Jónsson eftir 2-2 jafntefli Víkinga gegn KR í dag sem gerir Víkingum ansi illmögulegt að verja Íslandsmeistaratitil sinn en liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Víkingar voru ekki að eiga neinn stjörnuleik framan af í dag en komu sér þó í góða stöðu snemma í síðari hálfleik er Erlingur Agnarsson kom liðinu í 2-0 forystu. Við það breyttist þó eitthvað í leik Víkinga sem féllu aftar á völlinn og sóttu lítið sem ekkert að marki KR.

„Ég veit ekki alveg hvað gerðist, við verðum bara að greina það og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Þetta var mjög ólíkt okkur. Mér fannst bara KRingar grimmari en við og þeim langaði þetta meira sem er bara óskiljanlegt.“

Víkingar eru eins og áður sagði að öllum líkindum að horfa á eftir Íslandsmeistaratitlinum í fang Breiðabliks sem nú hefur 8 stiga forskot á toppnum fyrir 5 leikja úrslitakeppni. Er einhver huggun fólgin i því að vita að næsti leikur Víkinga eru bikarúrslit gegn FH?

„Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt þetta forskot hefur verið að myndast frá því í byrjun móts. Blikarnir hafa verið að spila frábærlega en það hefur alltaf verið von. Við höfum svo sem ekki verið að tapa leikjum síðan við töpuðum fyrir þeim í maí en höfum verið að gera alltof mikið af jafnteflum. Við getum svekkt okkur í kvöld en farið svo að einbeita okkur að bikarúrslitum, það er einn stærsti leikur ársins og okkur hlakkar gríðarlega til að taka annan málm.“

Sagði Ingvar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir