sun 17. september 2023 12:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Isco: Hefði átt að yfirgefa Real Madrid fyrr
Mynd: EPA

Isco lék í níu ár hjá Real Madrid og hófst ferillinn vel hjá honum á Santiago Bernabeu. Síðustu árin fóru tækifærunum hins vegar að fækka.


„Mér finnst ég ekki hafa fengið ósanngjarna meðferð síðustu ár, ég hefði þó getað spilað meira. Fótbolti er flókinn og maður verður að kunna að aðlagast öllum aðstæðum. Ég einbeiti mér af því sem ég get gert til að breyta ýmsum hlutum frekar en því sem aðrir geta gert," sagði Isco.

Isco spilar með Real Betis í dag en hann var í viðtali eftir 5-0 tap liðsins gegn Barcelona í gær. Betis mætir Real Madrid á Santiago Bernabeu í lokaumferð deildarinnar.

„Ég vonast til að fá góðar móttökur frá stuðningsmönnunum því Real Madrid var mikilvægasta liðið á mínum ferli og ég mun alltaf elska og virða það," sagði Isco.

„Ég reyndi alltaf að gera mitt besta, mögulega hefði ég átt að yfirgefa félagið fyrr útaf kringumstæðunum undir lokin en maður lærir af öllu."

Isco veðjar á að Real Madrid vinni spænsku deildina.

„Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid eru líklegust til að vinna. Real byrjaði vel en deildin er löng og það er of snemmt að veðja á þetta. Ef Betis vinnur ekki látum þá Real Madrid vinna," sagði Isco.


Athugasemdir
banner
banner
banner