Brentford tapaði gegn Newcastle 1-0 í gær en Callum Wilson skoraði eina markið úr vítaspyrnu.
Mark Flekken markvörður Brentford braut á Anthony Gordon innan vítateigs en Thomas Frank stjóri liðsins var ósáttur með dóminn.
„Við fengum að heyra fyrir fjórum vikum síðan að þegar Kevin Schade komst í gegn á móti Tottenham að markmaðurinn hafi tekið hendurnar í burtu svo það var ekki hægt að dæma víti. Mark gerði það líka svo þetta var ekki víti," sagði Frank.
„Að mínu mati þá skildi Gordon fótinn eftir og dómarinn dæmir þetta ekki heldur aðstoðardómarinn og hann þarf að vera algjörlega 100% viss ef hann vill skera úr um jafnan leik þar sem tvö lið börðust og spiluðu frábæran leik. VAR gat ekkert gert því þetta voru ekki augljós mistök, ég er nokkuð viss um að Webb muni segja að það urðu gerð mistök."
Brentford var í leit að jöfnunarmarki þegar boltastrákur kastaði boltanum yfir höfuðið á Neal Maupay í áttina að Kieran Trippier. Fjölmiðlamenn voru hættir að spurja Frank spurninga þegar hann minntist á það atvik.
„Með öllum þessum nýju reglum um uppbótatíma, ef boltastrákurinn vill ekki gefa okkur boltann þá finnst mér að það eigi að bæta við tíma. Það er undir dómaranum komið," sagði Frank.