Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   sun 17. september 2023 15:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Willum rændur trylltu marki - Fyrsta mark Alfreðs
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Eupen í dag þegar liðið tapaði gegn Standard Liege í belgísku deildinni.


Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliðinu en Alfreð byrjaði á bekknum. Staðan var 2-0 í hálfleik Standard Liege í vil en bæði mörkin komu í uppbótatíma.

Alfreð kom inn á sem varamaður en stuttu síðar kom þriðja mark Standar Liege. Alfreð tókst að klóra í bakkann fyrir Eupen en nær komust þeir ekki.

Liðið er í 9. sæti með 10 stig eftir sjö leiki.

Go Ahead Eagles gerði 1-1 jafntefli gegn Zwolle en Willum Þór Willumsson skoraði fyrir GA Eagles í fyrri hálfleik eftir stórkostlegt einstaklingsframtak en var rangstöðu í aðdragandanum og markið því dæmt af.

Sjáðu markið hér fyrir neðan en rangstaðan er rétt áður en klippan hefst. Þetta var ansi tæpt og erfitt að sjá að um rangstöðu var að ræða.

Alfons Sampsted var í byrjunarliði Twente sem lagði Ajax af velli 3-1 en Kristian Nökkvi Hlynsson var á bekknum hjá Ajax. Hann skoraði fyrri varalið félagsins í jafntefli gegn Emmen á föstudaginn.

Go Ahead Eagles er í 7. sæti með 7 stig eftir fjóra leiki. Twente er í þriðja sæti með 12 stig en Ajax hefur farið illa af stað og er aðeins með fimm stig í 12. sæti.

Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Braunschweig sem tapaði 3-0 gegn Hertha Berlin í næst efstu deild í Þýskalandi en var tekinn af velli í hálfleik. Þá kom Hólmbert Aron Friðjónsson inn á sem varamaður undir lokin þegar Holstein Kiel steinlá gegn St. Pauli 5-1.

Braunschweig er í næst neðsta sæti deildarinnar með 4 stig eftir sex leiki en Holstein Kiel er með 12 stig í 3. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner