Djurgarden varð í kvöld sænskur meistari þrátt fyrir að gera aðeins 0-0 jafntefli við Örgryte þar sem Hammarby vann Gautaborg 3-2. Þar með er Djurgarden með fjögurra stiga forskot á Gautaborg þegar að ein umferð er eftir.
Með liði Djurgarden leika íslensku landsliðsmennirnir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen. Kári og Sölvu sátu allan tímann á varamannabekk Djurgarden í kvöld en þetta er fyrsta tímabilið þeirra með liðinu síðan þeir komu til þess frá Víkingi Reykjavík.
Kári hefur leikið talsvert með Djurgarden á tímabilinu en Sölvi Geir hefur leikið minna en hann missti sæti sitt eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu.
Þess má svo geta að Jóhann Birnir Guðmundsson lék fyrstu 72.mínúturnar með Örgryte í leiknum í kvöld.
Athugasemdir