Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 17. október 2019 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Níu leikja maraþon annan í jólum í ensku úrvalsdeildinni
Hátíðardagskráin
Gylfi og Jóhann Berg mætast í Íslendingaslag á annan í jólum.
Gylfi og Jóhann Berg mætast í Íslendingaslag á annan í jólum.
Mynd: Eyþór Árnason
City spilar tvo leiki á innan við 48 tímum.
City spilar tvo leiki á innan við 48 tímum.
Mynd: Getty Images
Hátíðartíminn, jólin og nýtt ár, er yfirleitt skemmtilegasti tími ársins í enska fótboltanum.

Það er leikið þétt yfir hátíðarnar, en búið er að ákveða leiktíma fyrir leikina í kringum jól og nýár. Ýmsir leikir hafa verið færðir fyrir sjónvarpsútsendingu.

Amazon hefur blandað sér í þvöguna með BT Sport og Sky Sports í Bretlandi. Amazon hefur tryggt sér sýningarrétt á 20 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á hverri leiktíð til ársins 2022.

Til að mynda verða allir leikirnir á annan í jólum sýndir á Amazon Prime fyrir áhorfendur í Bretlandi. Það verða níu leikir á annan í jólum.

Það eru ekki allir sáttir með leiktímana. Englandsmeistarar Manchester City þurfa að spila tvo leiki á innan við 48 tímum eftir að Amazon færði leik liðsins gegn Úlfunum. Leikurinn gegn Úlfunum á að fara fram að kvöldi til 27. desember, en 29. desember mætir liðið svo Sheffield United.

Liverpool hefur boðið stuðningsmönnum frítt rútufar eftir að útileikur liðsins gegn Leicester á annan í jólum var færður til klukkan 20 um kvöldið.

Omar Berrada, rekstrarstjóri Manchester City, er ósáttur við álagið.

„Við erum ósáttir við hversu mikið leikjaálagið er fyrir leikmenn í kringum jólin," sagði Berrada við Manchester Evening News. „Leikir í ensku úrvalsdeildinni taka mikið á líkamlega og það er ekki ákjósanlegt að spila tvisvar á 48 tímum. Það gefur leikmönnum ekki nægilegan tíma til að jafna sig."

Berrada segist skilja mikilvægi sjónvarpsrétthafa, en það sé einnig mikilvægt að vernda leikmennina.

Breytingarnar hafa til dæmis líka mikil áhrif á stuðningsmenn Arsenal, en leiktímum á átta leikjum liðsins var breytt.

Hér að neðan má sjá leikina sem framundan eru í desember og janúar.

Desember

3. desember

19:30 Crystal Palace v AFC Bournemouth
20:15 Burnley v Man City

4. desember

19:30 Chelsea v Aston Villa
19:30 Leicester v Watford
19:30 Man Utd v Spurs
19:30 Southampton v Norwich
19:30 Wolves v West Ham
20:15 Liverpool v Everton

5. desember

19:30 Sheff Utd v Newcastle
20:15 Arsenal v Brighton

7. desember

12:30 Everton v Chelsea
17:30 Man City v Man Utd

8. desember

14:00 Aston Villa v Leicester
14:00 Newcastle v Southampton
14:00 Norwich v Sheff Utd
16:30 Brighton v Wolves

9. desember

20:00 West Ham v Arsenal

14. desember

12:30 Liverpool v Watford
17:30 Southampton v West Ham

15. desember

14:00 Man Utd v Everton
14:00 Wolves v Spurs
16:30 Arsenal v Man City

16. desember

20:00 Crystal Palace v Brighton

21. desember

12:30 Everton v Arsenal
17:30 Man City v Leicester

22. desember

14:00 Watford v Man Utd
16:30 Spurs v Chelsea

26. desember

12:30 Spurs v Brighton
15:00 AFC Bournemouth v Arsenal
15:00 Aston Villa v Norwich
15:00 Chelsea v Southampton
15:00 Crystal Palace v West Ham
15:00 Everton v Burnley
15:00 Sheff Utd v Watford
17:30 Man Utd v Newcastle
20:00 Leicester v Liverpool

27. desember

19:45 Wolves v Man City

28. desember

12:30 Brighton v AFC Bournemouth
17:30 Norwich v Spurs
17:30 West Ham v Leicester
19:45 Burnley v Man Utd

29. desember

14:00 Arsenal v Chelsea
16:30 Liverpool v Wolves
18:00 Man City v Sheff Utd

Janúar

1. janúar

12:30 Brighton v Chelsea
12:30 Burnley v Aston Villa
15:00 Newcastle v Leicester
15:00 Southampton v Spurs
15:00 Watford v Wolves
17:30 Man City v Everton
17:30 Norwich v Crystal Palace
17:30 West Ham v AFC Bournemouth
20:00 Arsenal v Man Utd

2. janúar

20:00 Liverpool v Sheff Utd

10. janúar

20:00 Sheff Utd v West Ham

11. janúar

12:30 Crystal Palace v Arsenal
17:30 Spurs v Liverpool

12. janúar

14:00 AFC Bournemouth v Watford
16:30 Aston Villa v Man City

18. janúar

12:30 Watford v Spurs
17:30 Newcastle v Chelsea

19. janúar

14:00 Burnley v Leicester
16:30 Liverpool v Man Utd

21. janúar

19:30 AFC Bournemouth v Brighton
19:30 Aston Villa v Watford
19:30 Crystal Palace v Southampton
19:30 Everton v Newcastle
19:30 Sheff Utd v Man City
20:15 Chelsea v Arsenal

22. janúar

19:30 Leicester v West Ham
19:30 Spurs v Norwich
20:15 Man Utd v Burnley

23. janúar

20:00 Wolves v Liverpool
Athugasemdir
banner