Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   sun 17. október 2021 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kona Icardi sakar hann um framhjáhald - Mætti ekki á æfingu
Wanda Nara eiginkona Mauro Icardi framherja PSG hefur farið fram á skilnað en hún segir frá því að Icardi hafi haldið framhjá sér.

Þau gengu í það heilaga árið 2014 en þau byrjuðu að stinga saman nefjum þegar Wanda var í sambandi með Maxi Lopez fyrrum samherja Icardi hjá Sampdoria.

Fabrizio Romano greinir frá því á Twitter að Icardi hafi fengið leyfi frá æfingu PSG af fjölskylduástæðum.

Wanda hefur lokað á Icardi á öllum samfélagsmiðlum og allt bendir til að sambandi þeirra sé lokið.


Athugasemdir