Brann í Noregi er enn að reyna að kaupa Natöshu Moraa Anasi frá Breiðabliki.
Þetta staðfestir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Brann, sem er eitt besta liðið í Noregi, gerði tilboð í hana í sumar sem var hafnað. Félögin eru enn í viðræðum og gæti Natasha farið til Noregs.
„Það hefur verið einhver umræða um það en núna er ég í Breiðabliki og að einbeita mér að því," sagði Natasha þegar hún var spurð út í áhuga Brann í sumar.
Brann hefur enn gríðarlega mikinn áhuga á því að kaupa hana og er í viðræðum við Blika. Natasha er samningsbundin Blikum út næsta tímabil og því þarf Brann að kaupa hana.
Natasha, sem á að baki fimm landsleiki fyrir Ísland, var að klára sitt fyrsta tímabil með Blikum eftir að hafa komið frá Keflavík. Hún var gríðarlega mikilvæg fyrir Blika í sumar.
Svava Rós Guðmundsdóttir leikur með Brann sem er sem stendur á toppi norsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir