Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 14:34
Brynjar Ingi Erluson
28 þúsund manns á kvennaleik í Brasilíu - Nýtt áhorfendamet
Mynd: Getty Images
Kvennalið Corinthians er brasilískur meistari eftir að hafa unnið Sao Paulo í úrslitum deildarinnar og var um leið sett nýtt áhorfendamet.

Corinthians vann útileikinn 1-0 og til þess að landa titlinum þurfti liðið stuðning í síðari leiknum sem fór fram á heimavelli Corinthians.

Corinthians ákvað að bjóða öllum frítt á leikinn og óhætt að segja að mikill áhugi hafi verið fyrir þessu einvígi.

28 þúsund manns mættu og sáu Corinthians vinna Sao Paulo 3-0 en fyrra metið var rúmlega 25 þúsund. Það var sett er Santos vann Iranduba 2-1 í undanúrslitum deildarinnar fyrir tveimur árum.

Þetta er langt frá því að vera einsdæmi en 60 þúsund manns sáu Barcelona vinna Atlético Madrid í mars á árinu og þá voru 31 þúsund manns á grannaslag Manchester City og Manchester United í upphafi tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner