Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. nóvember 2019 10:01
Brynjar Ingi Erluson
Bale til Man Utd í janúar - PSG ætlar að fá Sancho
Powerade
Gareth Bale er sagður á leið til Manchester United
Gareth Bale er sagður á leið til Manchester United
Mynd: Getty Images
Það er komið að sunnudagsslúðrinu og er nóg af áhugaverðum molum þar en þá allra helstu má sjá hér fyrir neðan.

Manchester United er að ganga frá viðræðum við Real Madrid um Gareth Bale (30), en hann mun ganga til liðs við United í janúar á meðan Paul Pogba (26) fer í hina áttina. (The Sun)

Paris Saint-Germain er komið í bílstjórasætið um enska vængmanninn Jadon Sancho en Borussia Dortmund metur hann á 120 milljónir punda (Sunday).

PSG hefur einnig áhuga á Adam Lallana, leikmanni Liverpool, en hann verður samningslaus næsta sumar. (Mirror)

Manchester United er að fylgjast með Matheus Pereira, leikmanni WBA, en hann er á láni hjá WBA frá Sporting Lisbon. (Mirror)

Manchester City er þá að íhuga tilboð í Kingsley Coman, leikmann Bayern München ef Leroy Sane ákveður að fara til þýska liðsins næsta sumar. (Sky Sports)

Arsenal er að undirbúa tilboð í Merih Demiral, varnarmann Juventus, en ítalska félagið er tilbúið að selja tyrkneska leikmanninn. (Tuttosport).

Nick Pope, markvörður Burnley, verður að öllum líkindum í byrjunarliði enska landsliðsins gegn Kósóvó í kvöld. Pope á aðeins einn leik að baki fyrir England er hann kom inná sem varamaður gegn Kosta Ríka í júní á síðasta ári. (Daily Mail)

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic fer fram á að fá 900 þúsund pund á mánuði ef hann á að snúa aftur í Seríu A en Milan, Bologna og Napoli hafa öll áhuga á að fá hann. (Daily Mail)

Everton er á eftir Goncalo Pacienca, framherja Eintracht Frankfurt í Þýskalandi, en Marco Silva, stjóri Everton, vill fá framherja í janúarglugganum. (Goal)

Manchester United fer fram á 18 milljónir punda ef Roma ákveður að gera félagaskipti Chris Smalling varanleg. (Tuttosport)

Tottenham Hotspur er þá að undirbúa nýtt og betra samningstilboð fyrir Troy Parrott, framherja liðsins en hann mun skrifa undir þriggja ára samning, (Football Insider)

Romelu Lukaku, framherji Inter á Ítalíu, segir að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hafi viljað halda honum hjá félaginu áður en Inter keypti hann fyrir 73 milljónir punda í sumar. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner