Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 17. nóvember 2019 22:58
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Mér fannst vítið ekki lélegt
Icelandair
Íslenska liðið fagnar marki í kvöld.
Íslenska liðið fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður sigur en ekki leikur eins og þjálfararnir vildu. Hann var mjög opinn, mikið um tæklingar, spjöld og árekstra sem enginn vildi lenda í," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari eftir 2-1 sigurinn á Moldóvum í kvöld.

Ísland endaði í 3. sæti í undankeppni EM og fer því í umspil í mars næstkomandi.

„Auðvitað eru kaflar hér og þar sem við hefðum viljað gera betur og þannig hefur það verið í gegnum hverja einustu undankeppni hjá okkur. Við erum búnir að ganga í gegnum helvíti sterkan mótvind. Það hafa verið mikið af meiðslum en það fylgja því líka ákveðnir kostir. Það hafa leikmenn fengið risastór tækifæri og tekið þau vel og þroskast betur. Þeir eru betur tilbúnir fyrir okkur. Í umsplinu og á EM 2020 verðum við mögulega með meiri breidd en nokkru sinni áður,"

Mikael Neville Anderson fékk tækifæri á vinstri kantinum í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í mótsleik. Hann átti góðan dag.

„Mjög vel. Hann kom með það sem við báðum hann um að gera. Hann er áræðinn, ákveðinn og með gott knattrak. Hann sækir stöðuna maður á móti mann vel. Heilt yfir erum við ánægðir með hann þó að hann geti bætt margt. Þetta var frábær tímasetning til að láta hann synda í lauginni og hann gerir það vel."

Gylfi Þór Sigurðsson klikkaði á vítapunktinum í kvöld en hann hefur klikkað í fjórum af síðustu sex vítaspyrnum sínum með lansdliðinu. „Hann á eftir að hitna aftur. Mér fannst vítið ekki lélegt. Það var vel varið og hann er góður í markinu. Við þekkjum Gylfa og hann vildi pottþétt setja boltann ofar og i samskeytin. Stundum gera markverðirnir vel og hann fær hrós fyrir þetta," sagði Freyr.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner