Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 17. nóvember 2019 22:58
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Mér fannst vítið ekki lélegt
Icelandair
Íslenska liðið fagnar marki í kvöld.
Íslenska liðið fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður sigur en ekki leikur eins og þjálfararnir vildu. Hann var mjög opinn, mikið um tæklingar, spjöld og árekstra sem enginn vildi lenda í," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari eftir 2-1 sigurinn á Moldóvum í kvöld.

Ísland endaði í 3. sæti í undankeppni EM og fer því í umspil í mars næstkomandi.

„Auðvitað eru kaflar hér og þar sem við hefðum viljað gera betur og þannig hefur það verið í gegnum hverja einustu undankeppni hjá okkur. Við erum búnir að ganga í gegnum helvíti sterkan mótvind. Það hafa verið mikið af meiðslum en það fylgja því líka ákveðnir kostir. Það hafa leikmenn fengið risastór tækifæri og tekið þau vel og þroskast betur. Þeir eru betur tilbúnir fyrir okkur. Í umsplinu og á EM 2020 verðum við mögulega með meiri breidd en nokkru sinni áður,"

Mikael Neville Anderson fékk tækifæri á vinstri kantinum í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í mótsleik. Hann átti góðan dag.

„Mjög vel. Hann kom með það sem við báðum hann um að gera. Hann er áræðinn, ákveðinn og með gott knattrak. Hann sækir stöðuna maður á móti mann vel. Heilt yfir erum við ánægðir með hann þó að hann geti bætt margt. Þetta var frábær tímasetning til að láta hann synda í lauginni og hann gerir það vel."

Gylfi Þór Sigurðsson klikkaði á vítapunktinum í kvöld en hann hefur klikkað í fjórum af síðustu sex vítaspyrnum sínum með lansdliðinu. „Hann á eftir að hitna aftur. Mér fannst vítið ekki lélegt. Það var vel varið og hann er góður í markinu. Við þekkjum Gylfa og hann vildi pottþétt setja boltann ofar og i samskeytin. Stundum gera markverðirnir vel og hann fær hrós fyrir þetta," sagði Freyr.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner