Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 17. nóvember 2019 22:58
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Mér fannst vítið ekki lélegt
Icelandair
Íslenska liðið fagnar marki í kvöld.
Íslenska liðið fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður sigur en ekki leikur eins og þjálfararnir vildu. Hann var mjög opinn, mikið um tæklingar, spjöld og árekstra sem enginn vildi lenda í," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari eftir 2-1 sigurinn á Moldóvum í kvöld.

Ísland endaði í 3. sæti í undankeppni EM og fer því í umspil í mars næstkomandi.

„Auðvitað eru kaflar hér og þar sem við hefðum viljað gera betur og þannig hefur það verið í gegnum hverja einustu undankeppni hjá okkur. Við erum búnir að ganga í gegnum helvíti sterkan mótvind. Það hafa verið mikið af meiðslum en það fylgja því líka ákveðnir kostir. Það hafa leikmenn fengið risastór tækifæri og tekið þau vel og þroskast betur. Þeir eru betur tilbúnir fyrir okkur. Í umsplinu og á EM 2020 verðum við mögulega með meiri breidd en nokkru sinni áður,"

Mikael Neville Anderson fékk tækifæri á vinstri kantinum í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í mótsleik. Hann átti góðan dag.

„Mjög vel. Hann kom með það sem við báðum hann um að gera. Hann er áræðinn, ákveðinn og með gott knattrak. Hann sækir stöðuna maður á móti mann vel. Heilt yfir erum við ánægðir með hann þó að hann geti bætt margt. Þetta var frábær tímasetning til að láta hann synda í lauginni og hann gerir það vel."

Gylfi Þór Sigurðsson klikkaði á vítapunktinum í kvöld en hann hefur klikkað í fjórum af síðustu sex vítaspyrnum sínum með lansdliðinu. „Hann á eftir að hitna aftur. Mér fannst vítið ekki lélegt. Það var vel varið og hann er góður í markinu. Við þekkjum Gylfa og hann vildi pottþétt setja boltann ofar og i samskeytin. Stundum gera markverðirnir vel og hann fær hrós fyrir þetta," sagði Freyr.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner