Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   sun 17. nóvember 2019 22:58
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Mér fannst vítið ekki lélegt
Icelandair
Íslenska liðið fagnar marki í kvöld.
Íslenska liðið fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður sigur en ekki leikur eins og þjálfararnir vildu. Hann var mjög opinn, mikið um tæklingar, spjöld og árekstra sem enginn vildi lenda í," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari eftir 2-1 sigurinn á Moldóvum í kvöld.

Ísland endaði í 3. sæti í undankeppni EM og fer því í umspil í mars næstkomandi.

„Auðvitað eru kaflar hér og þar sem við hefðum viljað gera betur og þannig hefur það verið í gegnum hverja einustu undankeppni hjá okkur. Við erum búnir að ganga í gegnum helvíti sterkan mótvind. Það hafa verið mikið af meiðslum en það fylgja því líka ákveðnir kostir. Það hafa leikmenn fengið risastór tækifæri og tekið þau vel og þroskast betur. Þeir eru betur tilbúnir fyrir okkur. Í umsplinu og á EM 2020 verðum við mögulega með meiri breidd en nokkru sinni áður,"

Mikael Neville Anderson fékk tækifæri á vinstri kantinum í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í mótsleik. Hann átti góðan dag.

„Mjög vel. Hann kom með það sem við báðum hann um að gera. Hann er áræðinn, ákveðinn og með gott knattrak. Hann sækir stöðuna maður á móti mann vel. Heilt yfir erum við ánægðir með hann þó að hann geti bætt margt. Þetta var frábær tímasetning til að láta hann synda í lauginni og hann gerir það vel."

Gylfi Þór Sigurðsson klikkaði á vítapunktinum í kvöld en hann hefur klikkað í fjórum af síðustu sex vítaspyrnum sínum með lansdliðinu. „Hann á eftir að hitna aftur. Mér fannst vítið ekki lélegt. Það var vel varið og hann er góður í markinu. Við þekkjum Gylfa og hann vildi pottþétt setja boltann ofar og i samskeytin. Stundum gera markverðirnir vel og hann fær hrós fyrir þetta," sagði Freyr.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner