Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. nóvember 2019 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Redknapp ráðleggur Tottenham að frysta Eriksen
Christian Eriksen er að öllum líkindum á förum frá Tottenham
Christian Eriksen er að öllum líkindum á förum frá Tottenham
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur á Englandi, ráðleggur enska félaginu að frysta danska miðjumanninn Christian Eriksen.

Eriksen er með öflugustu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en hann verður samningslaus næsta sumar og virðist hafa lítinn áhuga á því að framlengja.

Þrátt fyrir það hefur Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, spilað honum en Redknapp ráðleggur klúbbnum að hætta að spila honum.

Eriksen hefur spilað 10 leiki í deildinni en aðeins komið að tveimur mörkum.

„Ég get ekki séð að hann framlengi samninginn. Ég held að hann klári samninginn og semur við annað félag. Þannig ef hann vill ekki vera áfram og hefur ákveðið að fara þá ætti félagið að spila einhverjum öðrum," sagði Redknapp.
Athugasemdir
banner
banner
banner