Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. nóvember 2020 11:55
Fótbolti.net
Hvernig verður síðasta byrjunarlið Hamren?
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld mætast England og Ísland á Wembley í Þjóðadeildinni en leikurinn verður sá síðasti hjá íslenska landsliðinu undir stjórn Erik Hamren.

Hvernig mun sá sænski stilla upp sínu síðasta byrjunarliði? Það er ansi erfitt að lesa í það enda þriðji leikurinn á stuttum tíma og margar breytingar á hópnum. Fótbolti.net gerir samt tilraun!



Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson, Viðar Örn Kjartansson og Hörður Björgvin Magnússon verða ekki með í þessum leik.

Rúnar Alex Rúnarsson stóð sig vel gegn Dönum en Hannes Þór Halldórsson hefur verið markvörður númer eitt í stjórnartíð Hamren. Kári Árnason verður fyrirliði í leiknum sem verður líklega hans síðasti landsleikur.

Fótbolti.net spáir því að Jón Dagur Þorsteinsson, sem kemur frá U21 landsliðinu, byrji leikinn. Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen spila líklega báðir sinn fyrsta A-landsleik en þeir munu væntanlega koma af bekknum. Eða mun Hamren henda þeim beint í djúpu laugina?
Athugasemdir
banner
banner
banner