þri 17. nóvember 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Kári um áhorfendaleysið: Þetta er orðið vel þreytt
Icelandair
Kári í baráttu við Harry Kane í fyrri leiknum gegn Englandi.
Kári í baráttu við Harry Kane í fyrri leiknum gegn Englandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason verður fyrirliði Íslands gegn Englandi í Þjóðadeildinni annað kvöld. Kári mun leiða íslenska liðið út á tóman Wembley þar sem engir áhorfendur verða á leiknum.

„Þetta er orðið vel þreytt. Ég held það séu allir sammála um það," sagði Kári á fréttamannafundi í dag spurður út í áhorfendaleysið.

„Þetta er ekki það sama. Hvort sem það er fyrir framan 1000 manns í Víkinni eða 100 þúsund manns hérna þá er þetta ekki það sama. Vonandi kemur bóluefni sem fyrst svo þetta geti meðal annars haldið áfram. Það er leiðinlegra að horfa á þetta sjónvarpinu meira að segja."

Kári spilaði með Rotherham í úrslitaleik í umspili á Wembley árið 2014.

„Það var rosa mikið undir þá, að fara upp um deild. Það var nánast fullur völlur og það var alveg geggjað," sagði Kári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner