Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 17. nóvember 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Kári um áhorfendaleysið: Þetta er orðið vel þreytt
Icelandair
Kári í baráttu við Harry Kane í fyrri leiknum gegn Englandi.
Kári í baráttu við Harry Kane í fyrri leiknum gegn Englandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason verður fyrirliði Íslands gegn Englandi í Þjóðadeildinni annað kvöld. Kári mun leiða íslenska liðið út á tóman Wembley þar sem engir áhorfendur verða á leiknum.

„Þetta er orðið vel þreytt. Ég held það séu allir sammála um það," sagði Kári á fréttamannafundi í dag spurður út í áhorfendaleysið.

„Þetta er ekki það sama. Hvort sem það er fyrir framan 1000 manns í Víkinni eða 100 þúsund manns hérna þá er þetta ekki það sama. Vonandi kemur bóluefni sem fyrst svo þetta geti meðal annars haldið áfram. Það er leiðinlegra að horfa á þetta sjónvarpinu meira að segja."

Kári spilaði með Rotherham í úrslitaleik í umspili á Wembley árið 2014.

„Það var rosa mikið undir þá, að fara upp um deild. Það var nánast fullur völlur og það var alveg geggjað," sagði Kári.
Athugasemdir