Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. nóvember 2022 19:51
Ívan Guðjón Baldursson
Vigfús tekinn við Leikni á ný (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vigfús Arnar Jósepsson er tekinn við stjórnartaumunum hjá meistaraflokki Leiknis sem féll úr Bestu deildinni í haust.


Leiknismenn leika því í Lengjudeildinni næsta sumar og verður spennandi að sjá hvort Breiðhyltingum takist að koma sér beint aftur upp í deild þeirra bestu.

Vigfús tekur við af Sigurði Höskuldssyni og skrifar undir tveggja ára samning sem gildir út keppnistímabilið 2024.

Vigfús er goðsögn hjá Leiknismönnum þar sem hann hefur bæði spilað og þjálfað félagið á flottum ferli. Hann er uppalinn Leiknismaður og spilaði yfir 200 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.

Á sama tíma skrifaði Halldór Geir Heiðarsson undir nýjan tveggja ára samning sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner