Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   lau 17. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Balde mun framlengja við Börsunga
Spænski vinstri bakvörðurinn Alejandro Balde er að ganga frá nýjum samningi við Barcelona.

Balde er 19 ára gamall og kemur úr La Masia akademíunni í Barcelona.

Barcelona sér hann sem arftaka Jordi Alba, sem á aðeins tvö ár eftir af samningi sínum.

Balde hefur spilað sextán leiki fyrir Börsunga á þessu tímabili og var þá kallaður inn í spænska landsliðshópinn fyrir HM. Hann spilaði alla fjóra leiki liðsins á mótinu og þótti standa sig með prýði.

Nú er vonast til þess að hann skrifi undir nýjan fimm ára samning við félagið og samkvæmt Fabrizio Romano er það svo gott sem frágengið en hann verður með 500 milljón evra riftunarákvæði í samningnum.
Athugasemdir
banner
banner