Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. janúar 2021 22:31
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Þetta gerir mikið fyrir Aubameyang
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: Getty Images
Aubameyang skoraði tvö
Aubameyang skoraði tvö
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ánægður með 3-0 sigurinn á Newcastle United í kvöld en hann var sérstaklega ánægður fyrir hönd Pierre-Emerick Aubameyang sem skoraði tvö mörk í leiknum.

Eftir slaka byrjun á tímabilinu virðast gæði Arsenal vera að skína í gegn. Aubameyang skoraði lítið í byrjun leiktíðar en er nú kominn með fimm deildarmörk.

Thomas Partey kom þá sterkur inn í liðið en hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur. Arsenal hefur ekki tapað síðustu fimm deildarleikjum og er Arteta ánægður með árangurinn.

„Það tók okkur smá tíma í fyrri hálfleik að brjóta þá á bak aftur en okkur tókst bara ekki að skora úr hættulegum færum. Við vorum að stjórna þessum leik þannig þetta snerist aðallega um að halda áfram á sömu braut, einfalda hlutina og sækja á þá," sagði Arteta.

„Aubameyang fékk tvö eða þrjú hættuleg færi í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora. Þessi tvö mörk sem hann skoraði mun hins vegar gera mikið fyrir sjálfstraustið hans og liðið."

Aubameyang þurfti að fara af velli en hann virðist vera að glíma við veikindi.

„Hann þurfti að fara af velli þannig við urðum að breyta aðeins til."

Ungu leikmennirnir hafa verið að skila sínu hjá Arsenal en þar má nefna þá Bukayo Saka og Emile Smith-Rowe.

„Ég veit hvað þeir eru færir um að gera og þeir gleðja mig afar mikið. Þeir spiluðu ótrúlegan leik og ég veit að það verður búist við miklu af þeim þannig við þurfum að hjálpa þeim og stýra þeim í rétta átt. Þetta er svona blanda af orku og ástríðu og smá óþroskað á köflum sem er af hinu góða því þá er maður ekki alveg á nálunum. Þeir gerðu mjög vel."

Partey kom til félagsins frá Atlético Madríd fyrir metfé en hann hafði augljóslega mikil áhrif á liðið og sýndi gæði sín í leiknum.

„Ég er mjög ánægður. Hann varð betri og betri því lengra leið sem leið á leikinn. Hann hefur mikil áhrif og gaf okkur hluti sem er ólíkt því sem við fáum frá öðrum leikmönnum. Við verðum að fara varlega með hann því hann hefur ekki spilað mikið."

Arteta staðfesti svo að Mesut Özil er við það að ganga í raðir Arsenal.

„Hann er í Tyrklandi núna. Hann er að fara í læknisskoðun og það á eftir að klára einhverja pappírsvinnu. Þegar skiptin eru klár þá munum við tilkynna það," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner