Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. janúar 2021 15:30
Magnús Már Einarsson
Axel vann flest návígi í norsku úrvalsdeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska blaði VG birti á dögunum ýmsa tölfræði tengda norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Þar kemur fram að Axel Óskar Andrésson, vararmaður Viking, vann hlutfallslega flest návígi í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Axel vann 81,3% af návígum sínum sem er mest allra hjá leikmönnum sem fóru í fleiri en 40 návígi.

Að auki vann Axel 73,2% skallaeinvíga sem er fjórði besti árangurinn í deildinni.

Hinn 22 ára gamli Axel kom til Viking frá Reading árið 2019 en hann fór til Englands frá Aftureldingu árið 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner