Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. janúar 2021 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Bruce: Það þarf að skora til að vinna
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle United, var niðurlútur eftir 3-0 tapið gegn Arsenal í kvöld en það er orðið ansi heitt undir sæti hans eftir kvöldið.

Varnarleikur Newcastle í leiknum var skelfilegur á köflum en fyrsta markið kom eftir slaka hornspyrnu gestanna sem endaði með skyndisókn hjá Arsenal.

Vörnin var illa skipulögð og því fór sem fór en stuðningsmenn félagsins kalla eftir því að Bruce verði látinn fara.

„Við reyndum okkar besta og áttum nokkur ágætis færi en þeir tóku þetta litla sjálfstraust sem við áttum eftir. Þeir kláruðu okkur í seinni og við sáum það ekki gerast eftir þennan fyrri hálfleik," sagði Bruce.

„Við komumst í góð færi í fyrri hálfleiknum en vantaði bara gæðamuninn sem er skiljanlegt útaf sjálfstrausti leikmanna en það gerist þegar lið er í svona basli eins og við í síðust leikjum."

„Eina leiðin til að finna sjálfstraustið aftur er að vinna nokkra leiki í röð. Við verðum bara að vinna að því. Við höfum reynt en til þess að vinna leiki þarf að skora mörk. Við vissum allan tímann að við myndum lenda í erfiðri leikjahrinu og við vissum að það yrði erfitt gegn toppliðunum."


Bruce ræddi framtíðina en hann vill ólmur halda áfram með liðið en gat þó ekki svarað fyrir hvort hann yrði áfram stjóri Newcastle.

„Ég er að reyna mitt allra besta en þú verður að spyrja aðra út stöðuna," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner