Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. janúar 2021 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Ísold Kristín í HK (Staðfest)
Ísold Kristín Rúnarsdóttir er gengin í raðir HK
Ísold Kristín Rúnarsdóttir er gengin í raðir HK
Mynd: Heimasíða HK
Ísold Kristín Rúnarsdóttir er gengin í raðir HK frá Haukum en þetta kemur fram á heimasiðu HK í dag.

Ísold er 21 árs gömul og uppalin í Val þar sem hún lék tvo leiki í efstu deild en Ísold hefur einnig leikið fyrir Fylki, KH og nú síðast Hauka. Þá á hún 17 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.

Hún spilaði níu leiki með Haukum í Inkasso-deildinni árið 2019 en hefur verið að spila í háskólaboltanum í Bandaríkjunum með University of Tulsa.

Ísold hefur nú samið við HK og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

„Ísold er öflugur miðjumaður með góða tækni og auga fyrir spili. Hún er mjög skapandi leikmaður sem fer vel með boltann og er öflug varnarlega sem og sóknarlega. Ásamt því að vera vinnusöm að þá er hún fjölhæf og drífandi. Við væntum mikils af henni á komandi tímabili," sagði Jakob Leó Bjarnason, þjálfari HK.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner