Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. janúar 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Ighalo vera með tilboð frá úrvalsdeildarfélögum í Englandi
Odion Ighalo.
Odion Ighalo.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður á vegum sóknarmannsins Odion Ighalo segir að leikmaðurinn sé með tilboð úr ensku úrvalsdeildinni.

Ighalo er í láni hjá Man Utd frá Shanghai Shenhua í Kína en hann fær afar takmarkað að spila á Old Trafford þessa dagana. Lánssamningur hans rennur út í lok þessa mánaðar.

Hinn 31 árs gamli Ighalo hefur talað um að hann vilji spila í MLS-deildinni í Norður-Ameríku en einn að umboðsmönnum hans segir í samtali við BBC að það sé líka möguleiki fyrir hendi að vera áfram í Englandi.

„Ég get staðfest að nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni, tvö félög utan Englands og nokkur félög í Mið-Austurlöndum hafa sent okkur formlegar fyrirspurnir," sagði einn af umboðsmönnum hans.

„Hann gæti verið áfram í Englandi þar sem fjölskylda hans er eða reynt eitthvað nýtt því hann er með marga möguleika."
Athugasemdir
banner
banner