Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. janúar 2022 22:24
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Aftur skoraði Fulham sex mörk
Fulham er í frábærum gír í B-deildinni
Fulham er í frábærum gír í B-deildinni
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarliðið Fulham kjöldró Birmingham, 6-2, er liðin mættust í deildinni í kvöld en þetta var annar leikurinn í röð þar sem Fulham vinnur með þessari markatölu.

Fulham vann Bristol City í síðustu umferð, 6-2, þar sem Aleksandar Mitrovic fór mikinn og skoraði þrennu, en hann hvorki skoraði né lagði upp þrátt fyrir að hafa spilað allan leikinn í kvöld.

Heimamenn komust yfir á tíundu mínútu með sjálfsmarki Marc Roberts áður en Neeskens Kebano bætti við öðru á 35. mínútu.

Fabio Carvalho skoraði þremur mínútum síðar og þá gerði Tom Cairney fjórða markið áður en Ivan Strunic minnkaði muninn fyrir Birmingham undir lok fyrri hálfleiks.

Birmingham skoraði annað mark áður en Fulham stakk af með mörkum frá Carvalho og Antonee Robinson. Fulham er í efsta sæti með 54 stig.

Preston og Sheffield United gerðu 2-2 jafntefli. Jayden Bogle og Billy Sharp komu Sheffield í 2-0 en Preston menn komu til baka í seinni. Alan Browne minnkaði muninn á 71. mínútu áður en Emil Riis Jakobsen jafnaði undir lokin. Preston spilaði manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Andrew Hughes fékk að líta rauða spjaldið á 38. mínútu.

Úrslit og markaskorarar:

Preston NE 2 - 2 Sheffield Utd
0-1 Jayden Bogle ('17 )
0-2 Billy Sharp ('39 , víti)
1-2 Alan Browne ('71 )
2-2 Emil Riis Jakobsen ('89 )
Rautt spjald: Andrew Hughes, Preston NE ('38)

Fulham 6 - 2 Birmingham
1-0 Marc Roberts ('10 , sjálfsmark)
2-0 Neeskens Kebano ('35 )
3-0 Fabio Carvalho ('38 )
4-0 Tom Cairney ('43 )
4-1 Ivan Sunjic ('45 )
4-2 Gary Gardner ('74 )
5-2 Fabio Carvalho ('75 )
6-2 Antonee Robinson ('90 )
Athugasemdir
banner
banner