Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. janúar 2022 21:54
Brynjar Ingi Erluson
England: Chelsea tókst ekki að vinna Brighton - Án sigurs á árinu
Adam Webster skoraði jöfnunarmark Brighton og fagnar því hér
Adam Webster skoraði jöfnunarmark Brighton og fagnar því hér
Mynd: Getty Images
Ekkert virðist ganga upp hjá Chelsea í deildinni
Ekkert virðist ganga upp hjá Chelsea í deildinni
Mynd: Getty Images
Brighton 1 - 1 Chelsea
0-1 Hakim Ziyech ('28 )
1-1 Adam Webster ('60 )

Brighton og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli á Amex-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Evrópumeistararnir eru enn án sigurs á nýju ári. Liðin gerðu einnig 1-1 jafntefli er þau mættust undir lok síðasta árs.

Cesar Azpilicueta átti fínustu tilraun eftir fimmtán mínútur en Robert Sanchez varði vel í markinu.

Þrettán mínútum síðar tók Chelsea forystuna með marki frá Hakim Ziyech. Markið kom upp úr engu. Ngolo Kanté og Ziyech spiluðu sín á milli áður en Marokkómaðurinn þrumaði fyrir utan teig, í hærhornið, en hann var sennilega jafn hissa og Sanchez að þessi bolti hafi farið í netið.

Kepa Arrizabalaga varði vel frá Alexis McAllister eftir klukkutíma leik en skot hans hafði viðkomu af varnarmanni áður en Kepa varði í horn.

Brighton nýtti hornið vel og skoraði Adam Webster með góðum skalla. Óvaldur í teignum og Kepa kom engum vörnum við í þetta sinn.

Bæði lið fengu færin til að skora en mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur 1-1. Skelfileg úrslit fyrir Chelsea sem hefur ekki enn unnið leik á þessu ári og er tólf stigum á eftir toppliði Manchester City sem á leik til góða og stigi á eftir Liverpool sem á tvo leiki inni. Brighton er á meðan í 9. sæti með 29 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner