Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. janúar 2022 10:52
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid goðsögnin Gento látin
Paco Gento (til hægri) ásamt Florentino Perez.
Paco Gento (til hægri) ásamt Florentino Perez.
Mynd: Getty Images
Francisco 'Paco' Gento, heiðursforseti Real Madrid, er látinn en hann náði 88 ára aldri. Gento spilaði fyrir spænska stórliðið í átján tímabil og vann sex Evrópumeistaratitla. Það er met hjá einstaklingi.

Gento var vinstri vængmaður og lék 43 leiki fyrir spænska landsliðið. Hann vann 24 titla með Real Madrid þar á meðal 12 spænska meistaratitla.

Hann er talinn einn merkasti spænski leikmaður heims og einn besti leikmaður sögunnar í sinni stöðu. Gento var með mikla tæknilega hæfileika og mikla útsjónarsemi.

Gento skoraði 182 mörk í 600 leikjum fyrir Real Madrid sem hann spilaði 1953-1971.

Uppfært: Hér má sjá myndband sem Real Madrid birti til minningar um Gento í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner