Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 18. janúar 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Renato Sanches sýndi stuðningsmönnum Marseille fingurinn
Mynd: EPA
Marseille og Lille gerðu 1-1 jafntefli í stórleik síðustu helgar í frönsku Ligue 1. Leikurinn fór 1-1 og voru það gestirnir, ríkjandi meistarar í Lille, sem komust yfir þegar Sven Botman skoraði eftir hornspyrnu Renato Sanches á fimmtándu mínútu.

Cengiz Under jafnaði leikinn eftir undirbúning Dimitri Payet á 75. mínútu. Lille var manni færra frá 32. mínútu þegar Benjamin Andre fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Það sem vakti mesta athygli í tengslum við leikinn var hegðun Renato Sanches þegar hann var tekinn af velli í uppbótartíma.

Stuðningsmenn Marseille höfðu komist undir skinnið á portúgalska miðjumanninum og hann lét óánægju sína í ljós þegar hann sýndi stuðningsmönnunum löngutöng áður en hann settist á bekkinn.

PSG er langefst í deildinni, Marseille er í þriðja sæti og Lille er í tíunda sæti.

Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu


Athugasemdir
banner
banner
banner