Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mið 18. janúar 2023 09:40
Elvar Geir Magnússon
Leikið um ítalska Ofurbikarinn í kvöld - Mílanóslagur í Ríad
Ítalíumeistarar AC Milan leika í kvöld gegn bikarmeisturum Inter í hinum árlega leik um Ofurbikarinn. Flautað verður til leiks klukkan 19 en spilað er í Ríad í Sádi-Arabíu.

Mike Maignan, Zlatan Ibrahimovic, Alessandro Florenzi, Fode Ballo-Toure og Rade Krunic eru á meiðslalista AC Milan en búist er við því að Simon Kjær komi inn í hjarta varnarinnar.

Romelu Lukaku hefur ekki klárað heila æfingu með Inter síðustu vikuna svo ljóst er að hann verður á bekknum. Lautaro Martínez og Edin Dzeko munu leiða sóknarlínu Inter.

Þetta verður í 35. sinn sem leikið er um Ofurbikarinn á ítalíu. Ríkjandi Ítalíumeistarar hafa í 71% tilfella unnið bikarinn.

Líklegt byrjunarlið AC Milan (4-2-3-1): Tatarusanu; Calabria, Kjaer, Tomori, Theo Hernandez; Bennacer, Tonali; Saelemaekers, Brahim Diaz, Leao; Giroud.

Líklegt byrjunarlið Inter (3-5-2): Onana; Skriniar, Acerbi, Bastoni; Darmian, Barella, Calhanoglu, Mkhitaryan, Dimarco; Dzeko, Lautaro Martinez.
Athugasemdir