Franski miðvörðurinn William Saliba er ekki með Arsenal sem mætir Aston Villa í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Emirates-leikvanginum klukkan 17:30 í dag.
Mikel Arteta hefur tilkynnt byrjunarlið Arsenal og kom í ljóst að Saliba er ekki í hópnum.
Gabriel og Jurrien Timber munu spila í öftustu línu. Gabriel Martinelli og Mikel Merino koma báðir í liðið en Raheem Sterling fer á bekkinn.
Arsenal: Raya; Partey, Timber, Gabriel, Lewis-Skelly; Merino, Rice; Odegaard, Trossard, Martinelli; Havertz
Unai Emery gerir aðeins eina breytingu frá 1-0 sigrinum á Everton, en Ian Maatsen kemur inn fyrir Lucas Digne.
Aston Villa: Martinez; Cash, Konsa, Mings, Maatsen; Onana, Kamara; Tielemans, Ramsey, Rogers; Watkins
Athugasemdir