Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 18. febrúar 2020 14:32
Elvar Geir Magnússon
Fowler vill fá tækifæri í ensku úrvalsdeildinni
Robbie Fowler.
Robbie Fowler.
Mynd: Getty Images
Robbie Fowler vonast eftir því að fá starf sem stjóri í ensku úrvalsdeildinni.

Fowler hefur stýrt Brisbane Roar í áströlsku úrvalsdeildinni síðan í apríl í fyrra. Liðið er í sjötta sæti A-deildarinnar og í baráttu um að komast í úrslitakeppni.

Fowler raðaði inn mörkum fyrir Liverpool á sínum tíma, alls skoraði hann 183 mörk fyrir félagið.

Fowler segist ætla að taka aðstoðarmann sinn, Tony Grant, með sér ef hann fær starf í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég mun gera allt sem ég get til að ná mínum markmiðum," segir Fowler. „Þetta er stór heimur sem er fullur af tækifærum."

Þegar hann var spurður að því hvort hann vildi stýra Liverpool þá svaraði hann: „Ég vil að Jurgen Klopp verði þar til eilífðar því hann er snillingur."
Athugasemdir
banner
banner
banner