Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. febrúar 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Huldar til Reading á reynslu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Huldar Einar Lárusson, leikmaður Víkings, er á leið til enska félagsins Reading á reynslu en hann mun æfa með unglingaliði félagsins í eina viku.

Huldar er alinn upp í ÍR en skipti yfir í Víking í september í fyrra.

Huldar spilar þar bæði með 3. og 2. flokki þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára gamall ásamt því að æfa með U15 ára landsliði Íslands.

Sumarið 2019 vakti Huldar mikla athygli þegar hann skoraði samanlagt 60 mörk á Íslands- og Rekjavíkurmótunum og var í kjölfarið valinn í Reykjavíkurúrvalið sem hann fór með til Svíþjóðar.
Athugasemdir
banner
banner