Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 18. febrúar 2020 08:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville um Raiola: United sem félag þarf að stöðva þetta bull
Mynd: Getty Images
„Það sem þarf að gerast er að Manchester United sem félag þarf að setja fótinn niður þegar kemur að þessum umboðsmanni," sagði Gary Neville á Sky Sports í gærkvöldi.

Neville er þarna að tala um Mino Raiola, umboðsmann Paul Pogba, en Raiola hatar ekki að tjá sig um Paul Pogba og stöðu Frakkans hjá United.

„Umboðsmaðurinn hefur ruglað í United í mörg ár þegar kemur að Pogba og öðrum leikmönnum."

„Hvers vegna United leyfir honum og hvers vegna það leyfir sjálfu sér að vera notað af honum mun ég aldrei vita."

„Ef þú ert leikmaður á hans vegum á félagið að neita því að vinna með þeim leikmanni. Hann er opinberlega gaddur í síðu félagsins og United ætti að neita öllu því sem tengist honum. Hann er að rugla í öllum alltaf,"
sagði Neville að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner