Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. febrúar 2021 14:30
Magnús Már Einarsson
Átta borgir koma til greina fyrir heimaleik Liverpool í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Óvíst er ennþá hvar síðari leikur Liverpool og RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram en liðin eiga að mætast 10. mars.

Um er að ræða heimaleik Liverpool en ef lið RB Leipzig myndi koma til Englands þyrftu leikmenn og starfsmenn að fara í tíu daga sóttkví við heimkomu.

Að sögn The Athletic koma átta borgir í sex löndum til greina í augnablikinu.

Liverpool vann fyrri leik liðanna 2-0 í vikunni. Sá leikur fór fram á Puskas leikvanginum í Ungverjalandi og möguleiki er á að síðari leikurinn verði einnig þar.

Einnig er verið að skoða leikvelli í Rúmeníu og Ítalíu að sögn The Athletic en ákvörðun ætti að liggja fyrir í næstu eða þarnæstu viku.
Athugasemdir
banner
banner