Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fim 18. febrúar 2021 06:00
Victor Pálsson
Son vill ekki ræða nýjan samning
Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, vill ekki ræða nýjan samning við félagið en hann á tvö ár eftir í London.

Engar viðræður eru í gangi við Tottenham eins og er og spilar heimsfaraldurinn þar mikið inn í.

„Það er ósanngjarnt að tala um nýjan samning eins og er - ég einbeiti mér að liðinu og þeim leikjum sem eru eftir," sagði Son.

Son er samningsbundinn til ársins 2023 en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.

Hann verður í eldlínunni í kvöld þegar Tottenham spilar við Wolfsberger í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir