Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. febrúar 2023 09:15
Elvar Geir Magnússon
City endurnýjar áhuga á Rice - Mourinho orðaður við PSG
Powerade
Rice í leik með enska landsliðinu á HM.
Rice í leik með enska landsliðinu á HM.
Mynd: Getty Images
PSG hefur áhuga á Mourinho.
PSG hefur áhuga á Mourinho.
Mynd: EPA
Rice, Mount, Messi, Abraham, Mourinho, Zakaria og fleiri í slúðurpakkanum á laugardegi. Það er nóg af fótbolta um helgina og mikið fjör framundan!

Manchester City hefur endurnýjað áhuga sinn á enska miðjumanninum Declan Rice (24), fyrirliða West Ham. (90min)

Liverpool reynir að fá enska miðjumanninn Mason Mount (24) í ljósi þess að engar framfarir eru í viðræðum Mount við Chelsea um nýjan samning. (Mail)

Inter Miami, félag David Beckham í bandarísku MLS-deildinni, er í lykilstöðu til að fá argentínska framherjann Lionel Messi (35) ef hann ákveður að yfirgefa Paris St-Germain. (Mirror)

Pabbi Messi og umboðsmaður Jorge Messi segir ólíklegt að sonur sinn spili fyrir Barcelona aftur. (ESPN)

Aston Villa hefur áhuga á að gera sumartilboð í enska sóknarmanninn Tammy Abraham (25) hjá Roma. (90min)

Franskir fjölmiðlar segja að Paris Saint-Germain hafi sett sig í samband við Jose Mourinho, stjóra Roma. PSG ku vera að skoða kosti í stjórastólinn í stað Christophe Galtier. (Football-Italia)

Atletico Madrid vill 80 milljónir punda frá Chelsea fyrir Joao Felix (23) svo enska félagið geti keypt portúgalska sóknarleikmanninn alfarið. Felix er hjá Chelsea á lánssamningi. (Standard)

Leeds United er að vinna kapphlaupið um kanadíska vængmanninn Tajon Buchanan (24) frá Club Brugge. (Calciomercato)

Juventus hefur ákveðið að selja svissneska miðjumanninn Denis Zakaria (26) þegar lánsdvöl hans hjá Chelsea lýkur. (Standard)

Chelsea hefur ekki sótt um atvinnuleyfi ennþá fyrir brasilíska miðjumanninn Andrey Santos (18) sem félagið keypti í janúar. (Athletic)

Santos verður væntanlega sendur á lán heim til Brasilíu, líklega til Palmeiras, þar til í desember. (Fabrizio Romano)

Leeds hefur sagt bráðabirgðastjóranum Michael Skubala (40) að hann gæti verið við stjórnvölinn út tímabilið. (90min)

Newcastle United undirbýr það að bjóða enska varnarmanninum Dan Burn (30) nýjan samning. (Football Insider)

Íþróttastreymisveitan DAZN ætlar að keppa við Sky, BT Sport og Amazon Prime um sjónvarpsréttinn á ensku úrvalsdeildinni á Bretlandseyjum. (Times)
Athugasemdir
banner
banner