Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 18. febrúar 2023 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Newcastle og Liverpool: Tvistur á Pope
Nick Pope fékk réttilega að líta rauða spjaldið
Nick Pope fékk réttilega að líta rauða spjaldið
Mynd: Getty Images
Allan Saint-Maximin var besti maður vallarins þrátt fyrir að Newcastle hafi tapað fyrir Liverpool, 2-0, á St. James' Park í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Saint-Maximin skapaði mikla hættu í sóknarleik Newcastle en því miður fyrir hann var Alisson Becker í ham og varði allt sem fór á markið.

Alisson og Saint-Maximin fá báðir 9 en Sky valdi franska kantmanninn besta mann leiksins. Framlína Liverpool fær 8 og þá var Trent Alexander-Arnold með sömu einkunn.

Nick Pope, sem var rekinn af velli á 22. mínútu, fær tvo í einkunn, enda gerði hann skelfileg mistök með því að handleika boltann fyrir utan teig er Mohamed Salah var að sleppa í gegn.

Newcastle: Pope (2), Trippier (7), Schar (6), Botman (7), Burn (6), Longstaff (7), Joelinton (7), Anderson (6), Almiron (7), Isak (6), Saint-Maximin (9).
Varamenn: Dubravka (7), Gordon (6), Wilson (5), Ritchie (5), Murphy (6).

Liverpool: Alisson (9), Alexander-Arnold (8), Gomez (7), Van Dijk (7), Robertson (7), Fabinho (7), Bajcetic (6), Henderson (6), Salah (8), Nunez (8), Gakpo (8).
Varamenn: Milner (7), Firmino (6), Elliott (6), Jota (5).
Athugasemdir
banner