Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 18. febrúar 2024 17:17
Ívan Guðjón Baldursson
England: Skoraði sigurmark Liverpool og fékk svo rautt
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það fóru fjórir leikir fram í ensku ofurdeildinni í dag þar sem Liverpool heimsótti Brighton í hádeginu.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik þar sem gestirnir frá Liverpool klúðruðu góðum færum, en Ceri Holland skoraði snemma í síðari hálfleik og reyndist það sigurmark leiksins.

Holland fékk svo að líta tvö gul spjöld í seinni hálfleik og var rekin af velli í uppbótartíma, en það kom ekki að sök í 0-1 sigri.

Liverpool er í fimmta sæti deildarinnar, tveimur stigum eftir Manchester United í fjórða sæti.

Aston Villa vann þá óvæntan sigur á útivelli gegn Tottenham á meðan Leicester rúllaði yfir botnlið Bristol City og Everton lagði West Ham að velli í neðri hlutanum, þökk sé mörkum frá ítölsku landsliðskonunum Martina Piemonte og Aurora Galli.

Brighton W 0 - 1 Liverpool W
0-1 Ceri Holland ('53 )
Rautt spjald: Ceri Holland, Liverpool W ('90)

Everton W 2 - 0 West Ham W
1-0 Martina Piemonte ('83 )
2-0 Aurora Galli ('86 )

Tottenham W 1 - 2 Aston Villa W
0-1 A. Leon ('23 )
1-1 A. Turner ('38)
1-2 J. Nobbs ('60)

Leicester City W 5 - 2 Bristol City W
0-1 F. Morgan ('20 )
1-1 Y. Momiki ('33 )
2-1 S. Takarada ('45 )
2-2 A. Thestrup ('49 )
3-2 J. Cayman ('54 )
4-2 J. Rantala ('76 )
5-2 D. Draper ('89 )
Athugasemdir
banner
banner
banner