Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   sun 18. febrúar 2024 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Mitrovic og Koulibaly skoruðu í sigri - Sanchez og Icardi komust á blað
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Aleksandar Mitrovic skoraði tvennu áður en Kalidou Koulibaly setti þriðja markið til að innsigla sigur Al-Hilal gegn Al-Raed í efstu deild í Sádi-Arabíu.

Stjörnum prýtt lið Al-Hilal trónir á toppi sádi-arabísku deildarinnar með sjö stiga forystu á Cristiano Ronaldo og félaga í Al-Nassr, þegar 14 umferðir eru eftir af tímabilinu.

Marokkóski framherjinn Abderrazak Hamdallah skoraði þá bæði mörkin í 2-0 sigri Al-Ittihad gegn Al-Riyadh, en Karim Benzema, Fabinho, N'Golo Kanté og Ahmed Hegazy voru meðal byrjunarliðsmanna í liði Ittihad.

Al-Ittihad er ríkjandi meistari í Sádi-Arabíu en hefur átt slakt tímabil og er aðeins í fimmta sæti, sex stigum frá sterku liði Al-Ahli sem situr í meistaradeildarsæti.

Í Tyrklandi voru það Mauro Icardi, Davinson Sanchez og Kerem Demirbay sem skoruðu mörkin í 0-3 sigri Galatasaray.

Galatasaray endurheimti þar með toppsæti deildarinnar af Fenerbahce, þar sem liðið er með tveggja stiga forystu eftir 26 umferðir.

Fyrrum úrvalsdeildarleikmennirnir Carlos Vinicius og Wilfried Zaha komu inn af bekknum í sigrinum, en Serge Aurier og Hakim Ziyech voru fjarverandi vegna meiðsla.

Al-Hilal 3 - 1 Al-Raed
1-0 Aleksandar Mitrovic ('3)
2-0 Aleksandar Mitrovic ('29, víti)
3-0 Kalidou Koulibaly ('52)
3-1 A. Sayoud ('96)

Al-Ittihad 2 - 0 Al-Riyadh
1-0 Abderrazak Hamdallah ('12)
2-0 Abderrazak Hamdallah ('97)

Ankaragucu 0 - 3 Galatasaray
0-1 Kerem Demirbay ('13)
0-2 Davinson Sanchez ('14)
0-3 Mauro Icardi ('39, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner