Danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund er kominn með tvö mörk fyrir Manchester United gegn Luton í ensku úrvalsdeildinni.
Höjlund kom til United frá Atalanta síðasta sumar en það tók hann fimmtán deildarleiki áður en hann gerði fyrsta mark sitt.
Framherjinn hefur verið sjóðandi heitur síðan og í dag skoraði hann sjötta deildarleikinn í röð.
Höjlund skoraði eftir aðeins 37 sekúndur gegn Luton og bætti við öðru sex mínútum síðar.
Hann er alls því kominn með sjö deildarmörk á tímabilinu og þrettán mörk í öllum keppnum.
Ekki nóg með það þá er Höjlund, sem er 21 árs gamall, yngsti leikmaðurinn til að skora sex leiki í röð í deildinni. Sá er að byrja árið vel!
Hægt er að sjá annað mark hans hér fyrir neðan. Staðan er 2-1 fyrir United, en það var Carlton Morris sem minnkaði muninn fyrir Luton á 14. mínútu.
Sjáðu annað markið hjá Höjlund
Athugasemdir