Það eru ótrúlegar sögur að ganga um í spænskum fjölmiðlum en þar er sagt frá því að Real Madrid íhugi að draga liðið úr keppni í spænsku deildinni vegna dómgæslunnar.
Það hefur myndast mikil reiði innan herbúða Real Madrid með dómgæsluna á þessari leiktíð en kornið sem fyllti mælinn var rauða spjaldið sem Jude Bellingham fékk um helgina.
Það hefur myndast mikil reiði innan herbúða Real Madrid með dómgæsluna á þessari leiktíð en kornið sem fyllti mælinn var rauða spjaldið sem Jude Bellingham fékk um helgina.
Bellingham fékk rautt spjald fyrir að bölva Jose Luis Munuera Montero, dómara í jafntefli Real gegn Osasuna. Montero sagði að hann hafi sagt 'fuck you' við sig en Bellingham segist hafa sagt 'fuck off' sem hafi verið beint að sjálfum sér.
Spænski miðillinn Sport.es greinir frá því að Real Madrid vilji hætta í spænsku deildinni. Ekki nóg með það þá vilji liðið ganga í aðra deild í Evrópu þá helst ítölsku, frönsku eða þýsku deildina.
Athugasemdir