Valere Germain, fyrirliði Macarthur, sem leikur í efstu deild í Ástralíu hefur rift samningi sínum við liðið þar sem hann er ósáttur með dómgæsluna í deildinni.
„Það eru vonbrigði að einhver leikmaður, sérstaklega að stærðargráðu Valère Germain, sé svekktur yfir dómgæslunni hér á landi,“ sagði Gino Marra, formaður Macarthur.
„Ég er viss um að mörgum aðdáendum og félögum líður eins. Valère hefur alltaf verið sannur fagmaður hjá félaginu og við óskum honum og fjölskyldu hans alls hins besta."
Talið er að franski framherjinn hafi rætt það í einrúmi að hann væri skotmark andstæðinganna og dómararnir hafi ekki varið hann.
Germain átti að mæta fyrir dóm í þessari viku eftir að hafa verið með svívirðilegt látbragð í átt að dómra en ekkert verður úr því þar sem hann hefur verið leystur undan samningi.
Athugasemdir