Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 18. mars 2021 19:22
Victor Pálsson
Myndband: Stórkostlegt mark Zagreb gegn Tottenham
Dinamo Zagreb er komið yfir gegn Tottenham í Evrópudeildinni en það var Mislav Orsic sem gerði markið í seinni hálfleik.

Zagreb á enn möguleika á að komast áfram úr þessari viðureign en liðið tapaði fyrri leiknum 2-0 í London.

Orsic lét til sín taka á 62. mínútu er hann skoraði með frábæru skoti fyrir utan teig sem Hugo Lloris réð ekki við í marki enska liðsins.

Nú er að sjá hvort Zagreb geti bætt við öðru til að jafna einvígið en um 20 mínútur eru eftir af leiknum.

Mark Orsic var algjört augnkonfekt eins og má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir