Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. mars 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær spenntur fyrir að fá Dalot aftur
Diogo Dalot er á láni hjá AC Milan.
Diogo Dalot er á láni hjá AC Milan.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að portúgalski bakvörðurinn Diogo Dalot sé ennþá í áætlunum sínum.

Hinn 21 árs gamli Dalot kom til United frá Porto á 19 milljónir punda árið 2018 en hefur ekki náð að festa sig í sessi á Old Trafford. Dalot er núna á láni hjá AC Milan, sem er einmitt andstæðingur Manchester Uinited í Evróudeildinni í kvöld.

„Aðalmálið fyrir Diogo er að haldast heill. Hann hefur ekki náð að haldast heill í langa kafla þegar hann er hér en núna hefur hann verið heill allt tímabilið og spilað með þeim," sagði Solskjær.

„Hann er að spila hjá stóru félagi með miklar væntingar og mikla sögu og þetta hefur verið gott ár fyrir hann."

„Auðvitað hef ég verið mjög ánægður með bætinguna hjá honum á þessu tímabili. Hann er okkar leikmaður og ég hlakka til að fá hann aftur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner