Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 18. mars 2023 23:56
Brynjar Ingi Erluson
Potter: Súr tilfinning þegar þú færð ekki þrjú stig
Mynd: EPA
Mynd: EPA
„Við gerðum margt mjög vel en erum vonsviknir með mörkin sem við fáum á okkur. Okkur fannst við spila nógu vel til að ná í þrjú stig en ef þú ert ekki að verjast vel þá færðu ekki sigurinn,“ sagði Graham Potter, stjóri Chelsea, eftir svekkjandi 2-2 tap gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Það var sár tilfinning fyrir Chelsea að ná ekki að klára Everton, sem er í harðri fallbaráttu, en bæði lið þurftu stig. Chelsea reynir að komast í baráttu um Meistaradeild og Everton reynir að koma sér úr botnbaráttu pakkanum.

„Við töpuðum einvígum í teignum og þegar þú gerir það þá er hætta. Verð nú samt að hrósa Everton því þeir eru góðir í þessu en við verðum að gera betur. Þetta eru vonbrigði en það var margt gott við frammistöðuna en því miður tökum við bara eitt stig.

„Joao Felix var líflegur í leiknum. Kai og Christian voru góðir og svo fengum við meiri breidd í gegnum Ben og Reece. Enzo og Kovacic voru að keyra miðjuna vel. Þetta eru samt mikil vonbrigði því við vildum sigurinn.“


Wesley Fofana, varnarmaður Chelsea, þurfti að fara af velli á 87. mínútu en Potter sagði það ekkert alvarlegt. N'Golo Kante var þá á bekknum en kom ekki við sögu. Potter taldi þetta ekki rétta leikinn til að setja hann inná.

„Fofana var stórkostlegur. Hann varðist vel og var öflugur í leiknum en varð að koma af velli útaf því hann fann aðeins til aftan í læri. Hann tók ábyrgð og það er margt jákvætt sem ég get tekið úr frammistöðuna bæði sem lið og hjá einstaklingum, en það er súr tilfinning að taka ekki öll þrjú stigin.“

„Kante var þarna á beknum og klár í slaginn, en þetta var bara erfiður leikur til að koma inná svona í fyrsta leik eftir meiðsli. Hann hefur verið lengi frá, en er klár,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner