Í kvöld hefjast 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvennaboltanum en íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München eiga heimaleik gegn franska liðinu Lyon.
Bayern hefur aldrei unnið Meistaradeildina á meðan Lyon er sigursælasta lið keppninnar með átta titla.
Fyrri leikurinn er spilaður í München í Þýskalandi og hefst klukkan 20:00 í kvöld en fyrst mætast Real Madrid og Arsenal á Spáni. Sá leikur er spilaður klukkan 17:45.
Leikir dagsins:
17:45 Real Madrid W - Arsenal W
20:00 Bayern W - Lyon
Athugasemdir