Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. mars 2025 20:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Real Madrid í góðri stöðu eftir sigur á Arsenal
Mynd: EPA
Real Madrid W 2 - 0 Arsenal W
1-0 Linda Caicedo ('22 )
2-0 Athenea del Castillo ('83 )

Real Madrid fékk Arsenal í heimsókn í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í kvöld.

Real Madrid endaði í 2. sæti B-riðils á eftir Chelsea og á undan Amöndu Andradóttur og stöllum í Twente. Arsenal hafnaði á toppnum í C-riðli á undan Glódísi Perlu Viggósdóttur og stöllum í Bayern.

Heimakonur voru sterkari í byrjun leeiks og Linda Caicedo kom liðinu yfir. Atheneea del Castillo bætti öðru markinu við og innsiglaði sigurinn.

Bayern er að spila gegn Lyon þessa stundina en Glódís, sem hefur verið að kljást við smávægileg meiðsli að undanförnu, er á bekknum. Staðan er markalaus eftir um það bil stundafjórðung.
Athugasemdir
banner
banner