ÍR tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Val fyrr í kvöld í undanúrslitum Lengjubikarsins. Liðin skildu jöfn að eftir venjulegan leiktíma og þurfti því vítaspyrnukeppni til að skilja liðin að. Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 1 KR
„Í fyrri hálfleik vorum við of passívir, við vorum vel skipulagðir en ekki þáttakendur í leiknum. Svo fer leikurinn út í eitthvað rugl á fimm mínútum. Þar sem við fáum víti upp úr þurru, fimm mínútum seinna erum við lentir 2-1 undir," segir Jóhann og bætir við að spilamennskan í seinni hálfleik hafi verið mjög góð.
ÍR fengu víti eftir um hálftíma leiks og Ögmundur Kristinsson, markvörður Vals var rekinn af velli.
„Ég snéri mér akkúrat undan og missti af þessu. Ég bjóst engan veginn við að eitthvað hafi verið að fara gerast, hann heldur bara á boltanum. Mér skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið upp úr þurru en ég hef ekki séð þetta."
„Menn eru að leggja sig fram og fylgja planinu sem er sett upp, bara flottir strákar. Mikið af strákum sem eru að stíga sín fyrstu skref, þetta er skemmtilegt verkefni."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir