Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   þri 18. mars 2025 22:49
Kári Snorrason
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Jóhann Birnir tók við sem þjálfari ÍR í haust.
Jóhann Birnir tók við sem þjálfari ÍR í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Val fyrr í kvöld í undanúrslitum Lengjubikarsins. Liðin skildu jöfn að eftir venjulegan leiktíma og þurfti því vítaspyrnukeppni til að skilja liðin að. Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 KR

„Í fyrri hálfleik vorum við of passívir, við vorum vel skipulagðir en ekki þáttakendur í leiknum. Svo fer leikurinn út í eitthvað rugl á fimm mínútum. Þar sem við fáum víti upp úr þurru, fimm mínútum seinna erum við lentir 2-1 undir," segir Jóhann og bætir við að spilamennskan í seinni hálfleik hafi verið mjög góð.

ÍR fengu víti eftir um hálftíma leiks og Ögmundur Kristinsson, markvörður Vals var rekinn af velli.

„Ég snéri mér akkúrat undan og missti af þessu. Ég bjóst engan veginn við að eitthvað hafi verið að fara gerast, hann heldur bara á boltanum. Mér skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið upp úr þurru en ég hef ekki séð þetta."

„Menn eru að leggja sig fram og fylgja planinu sem er sett upp, bara flottir strákar. Mikið af strákum sem eru að stíga sín fyrstu skref, þetta er skemmtilegt verkefni."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner