Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 18. mars 2025 18:00
Elvar Geir Magnússon
Vistabella
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Icelandair
Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir á æfingu á Spáni í dag.
Þórir á æfingu á Spáni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir í leiknum gegn AC Milan.
Þórir í leiknum gegn AC Milan.
Mynd: EPA
Þórir Jóhann Helgason fékk ekkert að spila með landsliðinu undir stjórn Age Hareide eftir að hafa fengið mikinn spiltíma undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar.

„Tilfinningin er virkilega góð. Gaman að vera kominn aftur. Það er alltaf heiður að klæðast treyjunni og ég er mjög spenntur fyrir því," segir Þórir en hann ræddi við Fótbolta.net á liðshóteli Íslands á Spáni í dag.

Var ekki svekkjandi að hafa ekkert fengið að spila undir stjórn fyrrum landsliðsþjálfara?

„Það var svolítið súrt að þurfa að sitja heima. En við Íslendingar eigum marga góða leikmenn," segir Þórir.

Nú er Arnar Gunnlaugsson tekinn við stjórnartaumunum og Þórir fékk kallið fyrir komandi leiki gegn Kósovó.

„Það er virkilega gaman að sjá Arnar koma hérna inn. Hann gerði frábæra hluti með Víkinga og ég er mjög spenntur að vinna með honum. Það eru allir mjög spenntir fyrir því að læra nýja hluti."

Hafa fundirnir með Arnari verið skemmtilegir hingað til?

„Já, þeir hafa verið smá langir en þeir hafa verið mjög áhugaverðir, hvernig hann sér fótbolta, hvernig hann hugsar og hvernig hann vill spila. Þetta verður bara mjög skemmtilegt. Við erum með virkilega góðan hóp og ég er viss um að allir séu klárir í verkefnið."

Fékk traustið eftir þjálfaraskipti
Jóhann verið byrjunarliðsmaður hjá Lecce í ítölsku A-deildinni síðan nýtt ár gekk í garð og átti virkilega góðan leik gegn AC Milan nýlega.

„Það er að ganga vel. Þetta byrjaði frekar leiðinlega þar sem mér var tilkynnt að ég væri ekki í hóp og gæti ekki spilað með liðinu né setið á bekknum. Það var svolítið súrt en svo kemur nýr þjálfari og tekur mig inn í hópinn og það er mjög gaman að geta sýnt sig fyrir honum og fá mínútur."

Hvernig var að spila gegn AC Milan?

„Það var virkilega gaman. Alltaf gaman að spila gegn þeim bestu, risaklúbbur. Það var leiðinlegt að tapa þeim leik þar sem við vorum 2-0 yfir en töpuðum 3-2. Alltaf mjög gaman að spila á móti svona liðum. Svolítið erfitt þegar AC Milan er með Leao og Felix á bekknum og geta hent þeim inn en svona er boltinn."

„Ítalski boltinn er svona eins og skák, það er mikið verið að verjast og hugsa um næstu skref. Það er alltaf gaman að mæta á þessa velli og spila í þessari deild. Það eru stórir leikir framundan."
Athugasemdir
banner
banner