Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 18. mars 2025 18:00
Elvar Geir Magnússon
Vistabella
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Icelandair
Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir á æfingu á Spáni í dag.
Þórir á æfingu á Spáni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir í leiknum gegn AC Milan.
Þórir í leiknum gegn AC Milan.
Mynd: EPA
Þórir Jóhann Helgason fékk ekkert að spila með landsliðinu undir stjórn Age Hareide eftir að hafa fengið mikinn spiltíma undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar.

„Tilfinningin er virkilega góð. Gaman að vera kominn aftur. Það er alltaf heiður að klæðast treyjunni og ég er mjög spenntur fyrir því," segir Þórir en hann ræddi við Fótbolta.net á liðshóteli Íslands á Spáni í dag.

Var ekki svekkjandi að hafa ekkert fengið að spila undir stjórn fyrrum landsliðsþjálfara?

„Það var svolítið súrt að þurfa að sitja heima. En við Íslendingar eigum marga góða leikmenn," segir Þórir.

Nú er Arnar Gunnlaugsson tekinn við stjórnartaumunum og Þórir fékk kallið fyrir komandi leiki gegn Kósovó.

„Það er virkilega gaman að sjá Arnar koma hérna inn. Hann gerði frábæra hluti með Víkinga og ég er mjög spenntur að vinna með honum. Það eru allir mjög spenntir fyrir því að læra nýja hluti."

Hafa fundirnir með Arnari verið skemmtilegir hingað til?

„Já, þeir hafa verið smá langir en þeir hafa verið mjög áhugaverðir, hvernig hann sér fótbolta, hvernig hann hugsar og hvernig hann vill spila. Þetta verður bara mjög skemmtilegt. Við erum með virkilega góðan hóp og ég er viss um að allir séu klárir í verkefnið."

Fékk traustið eftir þjálfaraskipti
Jóhann verið byrjunarliðsmaður hjá Lecce í ítölsku A-deildinni síðan nýtt ár gekk í garð og átti virkilega góðan leik gegn AC Milan nýlega.

„Það er að ganga vel. Þetta byrjaði frekar leiðinlega þar sem mér var tilkynnt að ég væri ekki í hóp og gæti ekki spilað með liðinu né setið á bekknum. Það var svolítið súrt en svo kemur nýr þjálfari og tekur mig inn í hópinn og það er mjög gaman að geta sýnt sig fyrir honum og fá mínútur."

Hvernig var að spila gegn AC Milan?

„Það var virkilega gaman. Alltaf gaman að spila gegn þeim bestu, risaklúbbur. Það var leiðinlegt að tapa þeim leik þar sem við vorum 2-0 yfir en töpuðum 3-2. Alltaf mjög gaman að spila á móti svona liðum. Svolítið erfitt þegar AC Milan er með Leao og Felix á bekknum og geta hent þeim inn en svona er boltinn."

„Ítalski boltinn er svona eins og skák, það er mikið verið að verjast og hugsa um næstu skref. Það er alltaf gaman að mæta á þessa velli og spila í þessari deild. Það eru stórir leikir framundan."
Athugasemdir
banner
banner