banner
   sun 18. apríl 2021 23:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
UEFA ætlar að lögsækja og fer fram á 50 milljarða evra frá hverju félagi
Mynd: Getty Images
UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, ætlar að lögsækja félögin sem fara í Ofurdeildina.

Þetta kemur fram á Sky Sports í kvöld. Þar kemur einnig fram að UEFA ætli að fara fram á 50-60 milljarða evra frá hverju félagi fyrir sig.

Það er svimandi upphæð en fyrr í kvöld var greint frá því að hvert félag fái 3,5 milljarða evra fyrir það eitt að stofna deildina og hefja leik í henni.

Tólf félög eru búin að tilkynna um að þau ætli sér að taka þátt í keppninni en möguleiki er á því að þeim fjölgi.

Þá hefur einnig komið fram að félögin verði ekki sett í bann á þessu tímabili þegar kemur að því að klára bæði Meistaradeildina og Evrópudeildina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner