Hansi Flick er ósáttur með leikjaálagið á mikilvægum tímapunkti fyrir Barcelona á tímabilinu.
Barcelona er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar Inter. Fyrri leikurinn fer fram 30. apríl.
Barcelona er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar Inter. Fyrri leikurinn fer fram 30. apríl.
Á morgun mætir liðið Celta Vigo en liðið spilar þrjá leiki fram að fyrri leiknum gegn Inter, m.a. úrslitaleik spænska bikarsins 26. apríl.
„Við höfum engan tíma til að hvílast og ég vil ræða þetta við þá sem bera ábyrgð. Þeir vita ekkert hvernig þetta er, allar deildir vernda félögin í Meistaradeildinni, sérstaklega í undanúrslitum en ekki La Liga. Þetta er ótrúlegt," sagði Flick.
Athugasemdir