Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. maí 2019 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bournemouth gengur frá fyrstu kaupum sumargluggans (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Bournemouth er fyrsta úrvalsdeildarfélagið til að staðfesta nýjan leikmann eftir að félagaskiptaglugginn opnaði á Englandi.

Lloyd Kelly er kominn til félagsins frá Championship liði Bristol City. Hann er tvítugur vinstri bakvörður sem hefur staðið sig vel á tímabilinu.

Kelly, sem getur einnig leikið sem miðvörður, á 3 U21 landsleiki að baki og er kaupverðið talið vera á bilinu 13-17 milljónir punda.

„Lloyd er spennandi og efnilegur leikmaður sem býr yfir mikilli reynslu miðað við aldur. Ég er mjög ánægður að hafa náð að krækja í hann og hlakka til að starfa með honum á næstu árum," sagði Eddie Howe, stjóri Bournemouth.
Athugasemdir
banner
banner
banner